*

Bílar 16. maí 2017

Octavia og Kodiaq frumsýndir

Fjölskyldubíllinn Skoda Octavia og sportjeppinn Skoda Kodiaq verða frumsýndir á Skoda degi á laugardag.

Skoda dagurinn verður haldinn hátíðlegur nk. laugardag í höfuðstöðvum Skoda við Laugaveg 170 - 174. Mikið verður um að vera og helst ber að nefna frumsýningar á nýrri og uppfærðri Skoda Octaviu ásamt sportjeppanum Skoda Kodiaq.

Fjölskyldubílinn Skoda Octavia þarf vart að kynna en hann er einn vinsælasti bíll á Íslandi undanfarin ár. Nýi bíllinn hefur fengið andlitslyftingu og er mikið uppfærður. Ný Octavia er einstaklega rúmgóð með allt að 610 lítra farangursrými sem hægt er að stækka í 1.740 lítra. Hún kemur með ótal nýjum tæknimöguleikum eins og nýju upplýsinga- og afþreyingarkerfi með allt að 9,2 tommu skjá og þráðlausri snjallsímahleðslu.

Meðal staðalbúnaðar í nýju útgáfunni er leðurklætt aðgerðastýri, LED afturljós og bakkmyndavél. Úrval aukabúnaðar er í boði á borð við tengivagnsaðstoð, fjarlægðatengdan hraðastilli og blindsvæðagreini. Þrjár gerðir véla eru fáanlegar; 1,4 lítra metan- og bensínvél og 1,6 og 2,0 lítra dísilvélar.

Skoda Kodiaq er fyrsti jeppi bílaframleiðandans og hefur slegið í gegn um allan heim. Hann er fjölnota sportjeppi sem þykir státa af kraftmikilli hönnun og hann hefur einnig hlotið mikið lof fyrir tengibúnað og nýsköpun í tæknilausnum. Kodiaq er í boði fimm og sjö manna. Hann er 4,75 metrar á lengd og með stærsta farangursrýmið í sínum flokki. Í boði eru bæði 1.4 lítra bensínvélar og 2.0 lítra dísilvélar.

Skoda dagurinn verður haldinn hátíðlegur kl. 12-16 nk laugardag 20. maí í höfuðstöðvum Skoda við Laugaveg 170 - 174 þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur, svaladrykki og andlitsmálningu. Að auki verður Skoda deginum fagnað á Bílasölu Selfoss, Höldi Akureyri og Heklu Reykjanesbæ.

 

Stikkorð: Skoda Octavia  • Skoda Kodiaq