*

Bílar 9. desember 2014

Octavia RS í sparifötum og á sterum

Skoda Octavia RS er góður kostur fyrir þá sem leggja mikið upp úr sportlegu útliti og afli.

Guðjón Guðmundsson

Skoda er skýrt dæmi um hve verkfræðiþekking í Tékklandi,og Tékkóslóvakíu áður, er ávallt í hávegum höfð. En eins og mörg önnur gamalgróin fyrirtæki í Austur-Evrópu mátti Skoda þola yfirgang Sovétsins í alltof langan tíma með tilheyrandi verri framleiðslu.

Nú er öldin allt önnur. Skoda er nú ein af perlunum í Volkswagen-festinni og hefur merkið verið rifið upp í gæðum. Skemmst er að minnast þess að bíll ársins á Íslandi í fyrra var einmitt nýjasta kynslóð Skoda Octavia. Á dögunum gafst kostur að prófa hann í RS útfærslu – Octavia RS – í sparifötum og á sterum.

Octavia RS 2015 árgerð fæst dísil- og bensínknúin. Bíllinn situr á sama undirvagni og VW Golf en er umtalsvert stærri í öllum sniðum og í honum ferðast fimm manns í ágætlega stóru innanrými. Þetta er bíll sem er góður kostur fyrir þá sem leggja mikið upp úr sportlegu útliti og afli en um leið notagildi eins og það gerist hvað mest í fjölskyldubíl. Farangursrýmið í stallbaknum er það mesta í stærðarflokknum, 590 lítrar í stallbaknum og 610 lítrar í hlaðbaknum.

Nánar er fjallað um málið í Bílablaðinu sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Skoda Octavia