*

Ferðalög & útivist 24. febrúar 2013

Öðruvísi gisting fyrir utan Akureyri

Hótel Natur á Svalbarðsströnd var opnað árið 2005 af hjónunum Stefáni Tryggvasyni og Ingu Árnadóttur.

Nú þegar vetrarfrí eru framundan eru sennilega margar fjölskyldur á leið norður í land. Sumir fara á skíði en aðrir vilja bara breyta um umhverfi nú þegar tekið er að vora. Og einhvers staðar verður fólk að gista. Hótel Natur er eitt af mörgum kostum fyrir þá sem eru á leið norður í land.

„Þeir sem koma til okkar eru mjög gjarnan fjölskyldur og hópar og vilja upplifa fjölskyldustemningu, rólegheit og frið.“ Segir Stefán Tryggvason en hann og kona hans, Inga Árnadóttir, eiga og reka hótelið Natur á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd, í tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri.

Eftir rúmlega 20 ára starf sem kúabændur ákváðu þau hjónin að breyta fjósinu og hlöðunni í hótel. Hótelið var síðan opnað 2005 og það er nóg að gera.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Ferðaþjónusta  • Hótel  • Hótel Natur