*

Tíska og hönnun 22. júlí 2013

Óður til hafsins í East Hampton

Hús með útsýni yfir hafið úr hverju einasta herbergi er til sölu í East Hampton í New York. Svæðið er einn vinsælasti sumarleyfisstaður New York.

Heimili, sem líkist hreinu listaverki, er til sölu í East Hampton í New York fylki í Bandaríkjunum. Arkitektarnir Bates og Masi teiknuðu húsið.

Hönnun hússins á að vera einskonar óður til hafsins. Úr hverju einasta herbergi er útsýni yfir hafið og húsinu fylgir einkaströnd.

Að utan minnir húsið á skúlptúr og samanstendur af tveimur ferhyrndum steyptum byggingum tengdum saman með viði og gleri. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, fjögur baðherbergi, tvær kamínur, setustofa, stórt eldhús og fallegar og opnar stofur. Allar innréttingar eru úr náttúrulegum efnum. Úti á veröndinni er eins konar útiborðstofa.

Húsið stendur frekar afskekkt þar sem löng heimreið liggur að því. Því er mjög mikið næði allt í kringum húsið.

Húsið kostar 6,4 milljónir dala eða 772 milljónir króna og er 325 fermetrar. Sjá fleiri myndir hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • East Hampton