*

Sport & peningar 26. september 2016

Ódýrast á völlinn í Buffalo

Dýrasta miðaverðið í NFL-deildinni er hjá New York Giants en þar kostar miðinn næstum þrisvar sinnum meira en í Buffalo.

Keppni í amerískum fótbolta stendur nú yfir. Mjög misjafnt er hversu mikið kostar á fara á leik í NFL-deildinni og hefur vefsíðan gobankingrates.com tekið saman lista yfir hvað það kostar að kaupa miða, bjór, gos, pylsu og að leggja í bílastæði.

Ódýrasta miðaverðið er hjá Buffalo Bills. Þar kostar miði á leik 36,3 dollara en dýrasti miðaverðið er hjá New York Giants, þar sem miðinn kostar 94,3 dollara.

Sjö lið eru með bjórinn ódýrastan, eða á 5 dollara. það eru Cincinatti Bengals, Cleveland Browns, New York Giants, New York Jets, Carolina Panthers, Seattle Seahawks og Houstan Texans. Dýrast er að kaupa bjórinn á heimaleikjum Oakland Raiders en þar kosta hann 10.75 dollara.

Gosdrykkir kosta 3 dollara hjá Giants, Jets og Minnesota Vikings en 7,75 hjá Baltimore Ravens. Pylsan kostar 3 dollara hjá Seahawks og Vikings en 6,75 hjá Oakland Raiders.

Bílastæðagjaldið er ódýrast hjá Detroit Lions eða 11 dollarar en hjá Dallas Cowboys kostar það litla 75 dollara.