*

Tölvur & tækni 11. febrúar 2014

Ódýrir símar Nokia munu nota Android

Nýr kafli verður skrifaður í sögu farsímafyrirtækisins Nokia þegar símar þess fara að ganga á Android-stýrikerfinu.

Farsímafyrirtækið Nokia ætlar á farsímaráðstefnunni Mobile World Congress síðar í mánuðinu að kynna til sögunnar farsíma í eigin nafni sem gengur á Android-stýrikerfinu frá Google. Þetta er nýjung hjá Nokia og hafa símar fyrirtækisins fram til þessa gengið ýmist á Windows-stýrikerfinu frá Microsoft eða Symbian-kerfi Nokia. 

Fram kemur í umfjöllun bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal af málinu að verkfræðingar Nokia hafi síðan undir lok fyrrasumars unnið að þróun símans. Þá segir blaðið að vinnan hafi byrjað áður en stjórn Nokia samþykkti yfirtökutilboð Microsoft. Vonast er til þess að innleiðing Android-stýrikerfisins auka sölu á ódýrari símum undir merkjum Nokia.

Stikkorð: Android  • Nokia  • Windows