*

Menning & listir 5. september 2019

Ófærð meðal bestu þátta ársins

Íslenska þáttaröðin Ófærð er á meðal 12 bestu þátta ársins samkvæmt lista BBC.

Íslenska þáttaröðin Ófærð er á meðal 12 bestu þátta ársins, að mati breska miðilsins BBC. Ófærð hefur notið mikilla vinsælda hér á landi og virðast vinsældirnar sömuleiðis ná út fyrir landsteinanna.

Fyrsta þáttaröðin af Ófærð hóf göngu sína árið 2015 og óhætt er að segja að þættirnir hafi fallið vel í kramið hjá landsmönnum. Eftir að fyrstu þáttaröðinni lauk var ákveðið að ráðast í gerð annarrar þáttaraðar og var hún frumsýnd undir lok árs 2018. Hlaut hún ekki síður góðar móttökur og hafa ýmsir fjölmiðlar viljað meina að þriðja þáttaröð muni líta dagsins ljós.

Ýmsar vinsælar þáttaraðir má finna á listanum og má þar helst nefna Stranger Things, Chernobyl, Succession og When They See Us. Listann, ásamt stuttri umsögn um hverja þáttaröð, má nálgast hér.  

Stikkorð: Ófærð