*

Hitt og þetta 16. febrúar 2006

Office 2007 á markað

Microsoft hefur uppfært Office skrifstofuhugbúnaðinn en í dag kom á markaðinn Office 2007 sem hafði vinnuheitið Microsoft Office 12. Síðasta uppfærsla á Office búnaðinum var í september 2003. Þetta er önnur meiriháttar endurbót á hugbúnaði frá Microsoft á þessu ári en síðar á árinu er væntanleg ný útgáfa af Windows stýrikerfinu, Vista. Þess má geta að Office og Windows standa undir meira en helmingi allra tekna Microsoft.