*

Tölvur & tækni 2. júlí 2012

Öflug en ódýr spjaldtölva frá Google

Nýjasta Android spjaldtölvan, Nexus 7, fær gríðarlega góða dóma hjá vefsíðunni Cnet.com.

Nexus 7 spjaldtölvan frá Google fær rífandi góða dóma á tölvu- og tæknisíðunni Cnet.com, en þar segir að tölvan sé auðveldlega besta sjö tommu spjaldtölva í heiminum í dag og í hópi þeirra bestu almennt. Fær hún fjórar stjörnur af fimm mögulegum.

Í umfjölluninni segir að tölvan sé öflug, enda er hún drifin áfram af fjórkjarna (e. quad-core) örgjörva, og að skjárinn sé mjög góður. Vegna smæðarinnar og stams ytra byrðis sé auðvelt að halda á henni og þá keyri hún 4.1 útgáfuna af Android stýrikerfinu, sem sé mjög góð. Ekki spilli fyrir að tölvan kosti aðeins um 200 dali, sem er sambærilegt við það sem Kindle Fire spjaldtölvan frá Amazon kostar.

Á móti segir í umfjölluninni að það sé óheppilegt að ekki er hægt að stækka geymsluminni tölvunnar og að tölvan sé í þykkara lagi. Í grunninn segir þó að Nexus 7 fjarlægi úr hugum væntanlegra kaupenda valið á milli verðs og gæða.

Umfjöllun Cnet.com í heild sinni.

Stikkorð: Google  • Android  • Nexus 7