*

Bílar 6. mars 2013

Öflugasti litli lúxusbíllinn frá Mercedes-Benz

Fjölmargir nýir bílar verða kynntir á bílasýningunni í Genf í Sviss.

Róbert Róbertsson

Mercedes-Benz frumsýnir hinn nýja A 45 AMG á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf sem nú er að hefjast. Þetta er mjög spennandi bíll og sá öflugasti sem Mercedes-Benz hefur sent frá í þessum stærðarflokki í 126 ára sögu fyrirtækisins. 

A 45 AMG er feykiöflugur með tveggja lítra, fjögurra sílindra vél sem skilar 360 hestöflum og togið er 450 Nm. Bíllinn eyðir 6,9 lítrum í blönduðum akstri samkvæmt tölum frá framleiðanda og CO2 losunin er 165-161 g/km.

Þessi litli og kraftmikli lúxusbíll þykir hinn laglegasti að innan sem utan. Vel er vandað til verka hjá Mercedes-Benz og A 45 AMG er engin undantekning. Mikið er lagt í innanrýmið og efnisval þykir vandað.

Stikkorð: Mercedes Benz
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is