*

Bílar 1. október 2012

Öflugur Ferrari FF kynntur

Bílasmiðirnir hjá Ferrari sviptu um helgina hulunni af fjórhjóladrifnu en eyðslugrönnu sportskrímsli.

Róbert Róbertsson

Nýr Ferrari FF ofursportbíll með stóru panoramic glerþaki var frumsýndur á bílasýningunni í París um helgina. Hann vakti eðlilega mikla athygli. Þessi fjögurra sæta bíll tekur við af 612 Scaglietti. Ný Ferrari FF er með 6,3 lítra V12 vél sem skilar 651 hestafli. Þetta er talsvert meiri kraftur en í forveranum. Bíllinn er aðeins 3,6 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið og hámarkshraðinn er um 332 km. 

Á sama tíma hefur verkfræðingum Ferrari tekist að lækka eldnseytiseyðsluna um 30 prósent frá fyrri gerð. Hjólhafið í hinum nýja bíl er 40 mm lengra en í forveranum auk þess sem hann er með meira innanrými. Þá er farangursrýmið líklega það stærsta í ofursportbíl. 

Þetta er fyrsti bíllinn frá Ferrari sem kemur með fjórhjóladrifi. Hann fær mjög góða dóma í erlendum bílablöðum fyrir góða aksturseiginleika sem einkenna eiga öfluga sportbíla auk þess sem góðu  innanrými og farangursrými er hrósað. Bíllinn er teiknaður af Pininfarina. Hann er ekki endilega sá fallegasti sem komið hefur úr smiðju Ferrari en notagildið er líklega talsvert meira en í mörgum öðrum sportbílum ítalska bílaframleiðandans.

Hér má sjá Ferrari-bílinn í reynsluakstri.

Stikkorð: Ferrari  • Ferrari FF