*

Bílar 14. ágúst 2013

Öflugur Porsche Macan

Sportjeppinn Porsche Macan verður í boði í tveimur útgáfum.

Fyrstu myndir af nýjum sportjeppanum Porsche Macan náðust nýverið og sést á þeim að hann sækir talsvert svip til stóra bróður, Porsche Cayenne. Hinn nýi sportjeppi mun fá öflugar vélar en verður talsvert ódýrari en Cayenne.

Macan verður í boði í tveimur útgáfum - S og Turbo - og verða vélar þeirra 340 og 400 hestafla. Báðar eru vélarnar þriggja lítra, sex strokka og með tveimur forþjöppum. Macan er byggður á sama grunni og Audi Q5 jepplingurinn. Bæði Porsche og Audi eru í eigu Volkswagen og því kemur ekki á óvart að Þjóðverjarnir blandi því besta saman. Macan verður þó breiðari og lægri en Audi Q5. 

Ein og áður segir mun hinn nýi Macan kosta talsvert minna en Cayenne jeppinn. Líklegt má telja að hinn nýi Macan muni a auka verulega sölu Porsche, sem þó hefur gert vel með bílum sínum Cayenne og Panamera á síðustu árum.

Stikkorð: Bílar