*

Sport & peningar 5. janúar 2014

Öflugur sportbíll frá Kia

Mikil eftirvænting er með frumsýningu á nýjum sportbíl frá Kía á bílasýningunni í Detroit.

Kia mun frumsýna öflugan sportbíl GT4 Stinger á bílasýningunni í Detroit síðar í þessum mánuði. Sportbíllinn verður með tveggja lítra forþjöppudrifna vél sem skilar 315 hestöflum til afturhjólanna.

Það verður því feykinóg afl í þessum spennandi bíl. Kia GT4 Stinger verður á 20 tommu álfelgum með LED ljós og mjög sportlegur miðað við fyrstu myndir af bílnum.

Talsvert hefur verið rætt um að sportbílinn myndi keppa við Toyota GT-86/Subaru BRZ systurbílana, en miðað við aflið sem er undir húddinu mun hann klárlega etja kappi við öflugri sportbíla.

Stikkorð: Kia