
Það er alltaf gaman þegar Alfa Romeo kynnir nýja bíla enda þykja þeir fallega hannaðir og skemmtilegir að mörgu leyti.
Stelvio er aflmikill sportjeppi með 2,9 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum og skilar alls 505 hestöflum. Hann er aðeins 3,9 sekúndur í hundraðið sem er ótrúlegt fyrir jeppling.
Vélin í Stelvio er frá Ferrari sem útskýrir margt varðandi aflið en bæði ítölsku bílamerkin eru undir hatti Fiat-Chrysler bílasamsteypunnar. Undirvagninn í Stelvio er sá sami og í Guilia fólksbílnum frá Alfa Romeo.
Nafnið Stelvio kemur frá skarðinu þar sem hæsti fjallvegur Ítalíu nær uppí þrjú þúsund metra hæð. Væntanlega á þessi aflmikli sportjeppi að geta staðið undir nafni og ekið skarðið með stæl en þessi akstursleið er nokkuð vinsæl og þykir sérlega skemmtileg.