*

Heilsa 11. maí 2014

Ófrumlegur í ræktinni

Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs stefnir á hálfmaraþon í sumar.

„Ég er frekar ófrumlegur hvað við kemur hreyfingunni. Ég fer í ræktina svona tvisvar til þrisvar í viku þegar best lætur. Svo hleyp ég þegar veðrið er gott á sumrin og spila bumbubolta einu sinni í viku megnið af árinu,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Frosti stefnir á hálfmaraþon í ágúst þegar Reykjavíkurmaraþonið fer fram.

Stikkorð: Heilsa  • Frosti Ólafsson