*

Bílar 25. nóvember 2020

Ofurbíll frá Kaliforníu

Ofurbíllinn Hyperion XP-1 var kynntur til leiks á dögunum. Er vetnisbíll sem er framleiddur af samnefndu fyrirtæki.

Það er alltaf gaman þegar ofurbílar skjóta upp kollinum sem ekki eru endilegar hugsaðir til fjöldaframleiðslu. Einn slíkur er Hyperion XP-1 sem kynntur var á dögunum.

Hyperion XP-1 er vetnisbíll og er framleiddur af samnefndu fyrirtæki sem er með aðsetur í Kaliforníu. Þetta er sannkallaður ofursportbíll með fallegt og kraftalegt útlit. Hann er smíðaður úr títan og koltrefjum og mun koma á markað árið 2022 samkævmt upplýsingum frá bandaríska fyrirtækinu. Bíllinn verður aðeins framleiddur í 300 eintökum en verð hefur ekki verið gefið upp.

Hyperion XP-1 mun vera með drægni upp á eitt þúsund kílómetra samkvæmt upplýsingum frá framleiðandanum. Sportbíllinn á að ná hundrað kílómetra hraða úr kyrrstöðu á aðeins 2,2 sekúndum og hámarkshraði bílsins er yfir 350 km/klst. Hann er með þriggja þrepa gírkassa. Aðeins tekur 3-5 mínútur að fullhlaða vetnistanka bílsins en ekki er búið að gefa upp hversu stórir þeir eru en samkævmt upplýsingum frá Hyperion er bíllinn rétt rúmt tonn að þyngd.

Stikkorð: XP-1  • Hyperion