*

Bílar 23. febrúar 2017

Ofursportbíll frá Benz til Íslands

Bíllinn kostar 30-35 milljónir króna kominn á götuna hér á landi.

Bíll af gerðinni Mercedes-AMG GT hefur verið fluttur til landsins. Bíllinn er innfluttur af Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz. Ekki fæst uppgefið hvort hann sé seldur en bíll sem þessi kostar 30-35 milljónir.

Mercedes-Benz frumsýndi bílinn á bílasýningunni í París árið 2014. Bíllinn er með með 4 lítra V8 Biturbo vél sem skilar 510 hestöflum. 

Stjórnendur Mercedes-Benz hafa verið ófeimnir við að segja að nýja sportbílnum sé ætlað að keppa við Porsche 911, en Mercedes hefur aldrei farið í beina samkeppni við 911.

Bæði fyrirtækin eru með höfuðstöðvar í Stuttgart og um tíma áttu þau náið samstarf, ekki síst um smíði véla.