*

Bílar 26. júlí 2013

Ofursvalur Jaguar

Ný útgáfa af F-Type Jagúar hefur vakið mikla athygli, en bíllinn hefur fengið nafnið Project 7.

Jaguar hefur kynnt nýja útgáfu af F-Type bílnum sem byrjað var að framleiða á þessu ári og hefur vakið mikla athygli. Heiti nýja bílsins er Project 7 en enn er um hugmyndabíl að ræða.

Project 7 hefur einungis eitt sæti og hefur verið breytt útlitslega frá hefðbundnum F-Type til að auka straumlínulögun hans og til þess að gera hann hentugri til brautaaksturs. Project 7 er töluvert kraftmeiri en kraftmesti F-Type sem fáanlegur er í dag. Vélin skilar 542 hestöflum og togið er 679 Nm. Project 7 er sagður geta náð úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 4,1 sekúndu og kemst mest í 300 km hraða.

Stikkorð: Jaguar