*

Bílar 3. ágúst 2012

Ofurútgáfan af Mercedes Benz GL

Jeppinn er aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið.

Mercedes Benz kynnti nýjan GL í vor á bílasýningunni í New York. Er þetta 2. kynslóð GL jeppans en fyrri kynslóðin leit fyrst dagins ljós árið 2006.

Þrátt fyrir að bíllinn sé bæði aðeins lengri og breiðari er hann um 100 kg léttari en forverinn, um 2.350 kg.

AMG útgáfan er með 5,5 lítra vél V8 biturbo, sömu vél og AMG útáfurnar af ML jeppanum og nýja CLS shooting brake.

Vélin skilar 557 hestöflum og er bíllinn aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið. Rétt eins og í ML jeppanum hefur eyðslan minnkað mikið frá eldri gerð. Í blönduðum akstri eyðir bíllinn 12,3 l/100 km. 

Lúxusinn er mikill.  Bíllinn aðstoðar ökumanninn við aksturinn, s.s. með árekstursvörn og athyglisskynjara sem varar ökumann við ef hann ekur út á vegöxl eða á rangan vegarhelmning. Slikur búnaður er orðinn staðalbúnaður í stærrri gerðum frá Benz.

Hægt er að fá Bang & Olufsen BeoSound hljóðkerfi í bíllinn. Það kostar tæpa milljón íslenskra króna.

 

Bíllinn vegur 2,3 tonn. Þrátt fyrir það er hann snarpur enda með jafngildi 557 hesta sem dregur hann áfram.

Lúxusinn er mikill fyrir ökumanninn. 

Hljómgæði Bang & Olufsen hátalaranna eru engu lík og ekki skemmir hönnunin fyrir.