*

Sport & peningar 4. desember 2019

Ofurverð fyrir Ofurskálina

Allt stefnir í komandi Super Bowl helgi verði sú dýrasta í sögunni fyrir þá sem hyggjast sækja Miami heim á meðan leiknum stendur.

Þeir sem hafa ferðast til Miami vita eflaust að verð á gistingu í borginni er ýfið hærra en á öðrum stöðum í sólskinsfylkinu Flórída hvað þá á fyrstu þremur mánuðum ársins sem alla jafna er vinsælustu mánuðir ferðamanna til að heimsækja Suður-Flórída. Ætli lesendur sér að ferðast til borgarinnar í byrjun febrúar á næsta ári er óhætt að mæla með því að þeir velji sér annan stað fyrir fyrstu helgina í febrúar þegar úrslitaleikur NFL deildarinnar, Super Bowl eða Ffurskálin mun fara fram í Hard Rock leikvangnum borginni sunnudaginn 2. febrúar. 

Samkvæmt frétt Bloomberg er búist við því að meðalverð á hótelherbergjum muni verða um 540 dollara eða um 66 þúsund íslenskra króna yfir helgina sem leikurinn fer fram en til samanburðar var meðalverð á hótelherbergi í Miami í febrúar á þessu ári um 191 dollar. Bætist hátt hótelverð því við dýra miða á leikinn sjálfan en ódýrustu miðarnir eru á um 3.000 dollara eða um 365 þúsund íslenskra króna

Samkvæmt Bloomberg stefnir því í að komandi Super Bowl helgi verði sú dýrasta í sögunni hvað gistingu varðar en til samanburðar fór meðalverð í Atlanta þar sem leikurinn fór fram á þessu ári í 313 dollara. Hæsta meðalverðið til þess var árið 2016 þegar leikurinn fór fram í San Francisco en sú borg er þekkt fyrir allt aðra hluti en að bjóða upp á ódýra gistingu eða húsnæði. 

Þá stefnir í að verið á hótelherbergi verði um 210 dollum hærra en það var árið 2010 þegar Super Bowl fór síðast fram í Miami sem skýrist þó að einhverju leyti af því að leikurinn fór fram skömmu eftir fall fjármálakerfisins árið 2008.