*

Menning & listir 3. febrúar 2014

Ógleymanleg sena Hoffman í Punch-Drunk Love – Myndband

Philip Seymor Hoffman er minnst um allan heim í dag.

Bandaríski leikarinn Philip Seymour Hoffman, sem lést í gær á heimili sínu á Manhattan, er syrgður um allan heim.

Kollegar leikarans minnast Hoffman á samskiptamiðlinum Twitter þar sem þeir tala um hve hæfileikaríkur og ljúfur karakter hann var og þægilegur samstarfsfélagi. Leikararnir Robert de Niro, George Clooney, Jennifer Lawrence og Julianne Moore eru á meðal leikara sem hafa minnst Hoffman.

Hoffman lék í ólíkum kvikmyndum eins og The Master, Doubt og Capote og einnig stórmyndum á borð við The Big Lebowski, Boogie Nights og Almost Famous. Hann lék einnig í kvikmyndinni Punch-Drunk Love.

Á vefsíðunni Gizmodo er frægt atriði úr myndinni Punch-Drunk Love rifjað upp en það kallast „þegiðu senan” þar sem Adam Sandler hringir inn og kvartar.