*

Bílar 22. apríl 2013

Óhentugt að fara í ferðalag með börn í tveggja sæta bíl

Evu Dögg hjá hönnunarteyminu Döðlum dreymir um Alfa Romeo Spider 2.

„Ég veit ekkert um vélina í draumabílnum eða hversu vel hann liggur eða hvort hann er snöggur upp í 100 km/klst. Það skiptir mig eflaust miklu máli ef ég kaupi mér hann einhverntímann, en þetta er

series með „hardtop“, segir Eva Dögg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hönnunarteymisins Döðlum. 

Eva ræðir um draumabílinn sinn í Bílablaðinu sem fylgdi Viðskiptablaðinu í síðustu viku. Hún segir draumabílinn langt frá því að vera skynsamlegur miðað við aðstæður.

„Fullkomlega ópraktískur en svo fallegur og hann er enn sem komið er langt því frá að verða nokkurn tímann alvöru bíllinn minn. Reykvísk móðir sem elskar að fara út á land með mikinn farangur á tveggja sæta sportbíll með blæju?“

Áskrifendur geta nálgast Bílablaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.