*

Ferðalög & útivist 9. apríl 2013

Ókyrrð í flugvélum mun aukast í framtíðinni

Ef spár vísindamanna um loftslagsbreytingar rætast gæti ókyrrð í háloftunum aukist í framtíðinni.

Nú grípa flughræddir kannski fyrir augun og eyrun en ókyrrð mun aukast yfir Norður-Atlantshafinu í framtíðinni ef spár vísindamanna um loftslagsbreytingar ganga eftir. BBC segir frá þessu máli á vefsíðu sinni í gær. 

Flugvélar á þessari leið fljúga nú þegar í gegnum sterka vinda en þeir gætu versnað á næstu áratugum. Rannsókn vísindamannanna var birt í Nature Climate Change

Einn af rannsakendunum, Dr. Paul Williams, sagði að óþægindi mundu aukast á flugleiðinni en það væri ekki það eina sem menn hefðu áhyggjur af. Flugfargjöld munu einnig hækka því það er dýrara að fljúga í gegnum svæði sem er sífellt umvafið vindstrengjum: „Flugvélum verður hugsanleg beint lengri flugleið til að losna við ókyrrðina og það er dýrara,“ sagði Dr. Paul í samtali við BBC.

Flugleiðin yfir Norður-Atlantshafið er vinsæl en um 600 flugvélar fljúga hana á milli Ameríku og Evrópu á hverjum degi.