*

Sport & peningar 27. júlí 2019

ÓL í Tókýó fram úr áætlun

Útlit er fyrir að framkvæmdir við Ólympíuleikanna í Tókýó fari 3,5 falt fram úr upphaflegri áætlun.

Framkvæmdir eru nú í fullum gangi fyrir Ólympíuleikana í Tókýó sem verða settir eftir slétt ár. Eins og oft vill gerast þegar þjóðir ráðast í byggingu íþróttamannvirkja fyrir stórmót hefur kostnaður farið langt fram úr áætlun.

Þegar Tókýó sendi inn umsókn sína árið 2013 um að halda leikana var gert ráð fyrir að kostnaður myndi nema um sjö milljörðum dollara en nú er orðið ljóst að kostnaðurinn mun nema um 25 milljörðum dollara. Er það um 3,5 falt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í upphafi.