*

Sport & peningar 28. febrúar 2017

Ólafía semur við Bláa lónið

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerir tveggja ára samstarfssamning við Bláa lónið sem styður hana til golfiðkunar.

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur gert samstarfssamning við Bláa lónið. Undirritaði hún samning þess efnis við Grím Sæmundsen, forstjóra á dögunum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Tilgangur samningsins, sem gerður er til tveggja ára, er að veita Ólafíu Þórunni stuðning við keppni og æfingar til að auðvelda henni að ná markmiðum sínum.

Ólafía Þórunn segir þetta jákvætt skref.

„Blue Lagoon er þekkt vörumerki um allan heim og stendur fyrir heilsu og vellíðan," segir Ólafía. „Það fer því vel við áherslur mínar og golfíþróttarinnar.“