*

Matur og vín 11. mars 2020

Ólafsson mættur í Vínbúðirnar

Nýtt íslenskt gin með íslenskum jurtum heitir eftir skáldinu og náttúrufræðingnum Eggerti Ólafssyni.

Ólafsson er nýtt íslenskt gin sem hefur verið tekið til sölu í Vínbúðum ÁTVR og Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, en ginið var nefnt í höfuðið á skáldinu og náttúrufræðingnum Eggerti Ólafssyni og íslenskar jurtir eru í stóru hlutverki.

Í lýsingu á gininu segir:

„Ofan á klassíkan grunn af einiberjum og blómlegu sítrusbragði koma ferskir tónar af íslensku fjallagrasi, blóðbergi og birki sem gefur góðan jarðkeim með skemmtilegum og léttum endanótum.

Ólafsson er ljúft og auðdrekkanlegt og hentar því sérstaklega vel í svalandi gin og tónik. Það er líka fullkomið í Martini blöndu með sítrónu eða lime berki, eða bara ilmandi gott eitt og sér í glasi með klaka.“

Framleiðandi nýja íslenska ginsins er Eyland Spirits ehf., en verðið á því í Vínbúðum ÁTVR nemur 8.484 krónum, en verðið í Fríhöfn er 3.799 krónur.

Stikkorð: gin  • Eggert Ólafsson  • Eyland Spirits  • Vínbúðirnar