*

Menning & listir 28. desember 2012

Ólafur Darri í verkefni í Hollywood

Ólafur Darri Ólafsson mun leika hlutverk í kvikmynd með Liam Neeson og í sjónvarpsþáttum með Woody Harrelson og Matthew McConaughey.

Einn vinsælasti leikari þjóðarinnar um þessar mundir, Ólafur Darri Ólafsson, hefur verið ráðinn í stór hlutverk í tveimur verkefnum í Bandaríkjunum. Annars vegar er um að ræða kvikmyndina A Walk Among the Tombstones með Liam Neeson í aðalhlutverki þar sem stórleikarinn Danny DeVito er meðal framleiðanda og hins vegar hlutverk í sjónvarpsþáttum sem sýndir eru á áskriftarstöðinni HBO.

Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins en þættirnir heita True Detectives og skarta Woody Harrelson og  Matthew McConaughey í aðalhlutverkum.

Þetta er ekki fyrsta verkefni Ólafs í Hollywood. Hann lék lítið hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, og þá bregður honum talsvert fyrir í kvikmynd Ben Stiller, The Secret Life Of Walter Mitty.

Sjá nánar á vef RÚV.