*

Matur og vín 31. mars 2016

Ólafur Elíasson gefur út matreiðslubók

Ólafur Elíasson hefur ekki eingöngu ástríðu fyrir list heldur líka mat.

Eydís Eyland

Ólafur Elíasson gefur út sína fyrstu matreiðslubók 25. apríl næstkomandi. Bókin er gefin út af vinnustofu Ólafs, Studio Olafur Eliasson, í Berlín og er nafnið á henni The Kithen.

Vinnustofa Ólafs Elíassonar í Berlín er yfir 30.000 fermetrar og á fjórum hæðum. Þar starfa yfir 100 starfsmenn og er þar eldhús þar sem matreitt er ofan í starfsmenn. Bókin er byggð á réttum sem matreiddir eru í vinnustofunni og eru þeir mest megnis vegan matur en eldhúsið leggur upp með sömu áætlun og listsköpun hans, það er að segja út frá formum.

Ólafur fæddist í Danmörku en á íslenska foreldra, tengsl hans við mat og list er honum í blóði borinn þar sem pabba hans, Elías Hjörleifsson hann var bæði kokkur og listamaður.

Bókin verður fáanleg á Amazon 25. apríl.