*

Menning & listir 5. október 2012

Ólafur Elíasson skreytir úkraínska stálverksmiðju

Verksmiðjan er í eigu eins ríkasta manns í heimi og er fyrsta málmverksmiðjan sem reist er í landinu í 40 ár.

Dansk-íslenski listamaðurinn Ólafur Elíasson afhjúpaði á dögunum nýja röð listaverka á óvenjulegum stað í Úkraínu. Verkin fimm eru staðsett í stálverksmiðju í eigu eins ríkasta manns heims, Viktor Pinchuk.

Í frétt AFP er haft eftir Ólafi að hann hafi litið á verkefnið sem aðstæður þar sem mannleg gildi og þarfir eru sett í fyrsta sæti, þar sem ákveðinn ófyrirsjáanleiki og fagurfræði eru velkomin í daglegu verksmiðjulífi í borginni Dnepropetrovsk.

Eitt verkanna heytir Sólarupprisa í Dnepropetrovsk og á að vera myndgerving á iðnaðarupprisu Úkraínu. Verksmiðjan er ný og er fyrsta málmverksmiðjan sem reist er í landinu í 40 ár.

Stikkorð: Úkraína  • Ólafur Elíasson