*

Menning & listir 29. mars 2013

Ólafur Ragnar með best klæddu leiðtogum heimsins

Forseti Íslands situr í 10. sæti á lista Vanity Fair yfir best klæddu leiðtoga heimsins.

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, þykir afar vel til fara, að mati Vanity Fair tímaritsins. Á heimasíðu Vanity Fair er birtur listi yfir tíu þjóðarleiðtoga sem þykja hvað flottastir í tauinu. Þar situr Ólafur Ragnar í síðasta sætinu.

Um stíl Ólafs Ragnars segir að jakkafötin séu í anda Oxbridge á 3. áratug síðustu aldar en halda megi að gleraugun hafi verið fengin í Columbia háskóla um 40 árum fyrr.

David Cameron þykir best klæddi leiðtoginn, samkvæmt lista Vanity Fair. Aðrir sem nefndir eru til sögunnar eru meðal annars Barack Obama, Sonia Gandhi og Laura Chinchilla forseti Kosta Ríka.