*

Menning & listir 8. desember 2014

Ólafur sýnir í Louis Vuitton safni

Sýning Ólafs Elíassonar í París mun kanna tengsl á milli „sjálfsins, rýmisins og alheimsins“.

Dansk/íslenski myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson mun í næstu viku opna sýninguna „Contact“ í hinu nýopnaða Fondation Louis Vuitton safni í París. Sýningin, sem er fyrsta einkasýning hans í Frakklandi í 12 ár, mun kanna tengsl á milli „sjálfsins, rýmisins og alheimsins“ með því að útbúa sérstakan hliðarheim innan safnsins samkvæmt tilkynningu.

Um sýninguna sjálfa segir Ólafur að hún fjalli um það sem er á brún skynheimsins og hugarheimsins. „Hún er um sjóndeildarhringinn sem skilur á milli, fyrir hvert og eitt okkar, þess sem er þekkt og óþekkt,“ segir Ólafur.