*

Matur og vín 8. nóvember 2017

O´Learys opnar veitingastað á Íslandi

Samstarfið er eðlilegt skref í áætlunum hjá O´Learys um vöxt á alþjóðavísu.

Sænska veitingastaða og sportbarkeðjan O´Learys fagnar undirritun samninga við íslenska samstarfsaðila um opnun veitingastaða á Íslandi lokar þar með Norðurlanda hringnum. Fyrsti veitingastaðurinn mun opna í lok ársins. Þá eru metnaðarfull plön um að opna nokkra fleiri staði í nánustu framtíð. Samstarfið er eðlilegt skref í áætlunum hjá O´Learys um vöxt á alþjóðavísu.

Fjórir staðir á fimm árum

Á Norðurlöndunum eru staðirinir að nálgast 100 og Ísland er eðlilegt skref í vexti vörumerkisins í Norður Evrópu. Fyrsti staðurinn mun opna í verslunarmiðstöðinni Smáralind í lok ársins 2017 og í farvatninu er að opna þrjá til fjóra staði á næstu fimm árum. Fyrsti O´Learys staðurinn á Íslandi verður ekki aðeins með góðan mat þar sem hægt er að horfa á íþróttir heldur verða þar einnig shuffleboards og ýmis önnur leiktæki.

O´Learys sér gott tækifæri til að kynna á Íslandi merkið sem er innblásið frá Boston og býður uppá einstaka upplifun fyrir viðskiptavinina, bæði í mat og drykk og einnig vel heppnaðri hugmynd þeirra um hvernig frábær matur mætir sporti og leikjum.

Þess virði að fjárfesta í

„Norðurlanda markaðurinn er okkur mikilvægur og þess vegna er mjög spennandi fyrir okkur að opna stað á Íslandi og við teljum okkur mjög heppin að hafa fundið reyndan og áhugasaman samstarfsaðila til þess. Einnig er mjög sérstakt að þjóð með rétt yfir 300 þúsund íbúa skuli ná að komast í fjögurra liða úrslit á heimsmeistaramótinu í fótbolta.  Það er virkilega þess virði að fjárfesta í“ segir Cristian Bellander forstjóri hjá O´Learys.

Leyfishafinn Elís Árnason og samstarfsaðilar hans Þórhallur Arnórsson og Jónas Örn Jónasson sjá mikla möguleika við opnun O´Learys á Íslandi.  

„O´learys á sér einstaka sögu og andrúmsloft sem ég er mjög ánægður fá að taka þátt í. Ég hlakka til opna staðinn og bjóða Íslendingum að njóta þessarar nýju og frábæru upplifunnar, sem ég er viss um að þeim muni líka vel. O´Learys á Íslandi mun verða staður þar sem fjölskyldur og vinir geta hist og notið góðra veitinga, horft á íþróttir, leikið sér eða slappað af yfir drykk á hanastélsbarnum okkar.“ Segir Elís Árnason leyfishafi O´Learys á Íslandi.