*

Hitt og þetta 28. október 2013

Ólympíuleikvangurinn í Tókýó of stór

Gagnrýnisraddir hafa náð eyrum stjórnvalda og verður því Ólympíuleikvangurinn í Tókýó minni en ráðgert var í upphafi.

Hópur japanskra arkitekta hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að Ólympíuleikvangurinn, sem Zaha Hadid hannaði fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020 sé allt of stór, allt of dýr og ópraktískur. 

Og á þá var hlustað því japönsk yfirvöld hafa tilkynnt að dregið verði úr stærð leikvangsins sem hefði kostað 3,1 milljarð dali að byggja. Tilkynning frá yfirvöldum þess efnis að leikvangurinn verði minni en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir var gefin út fyrir helgi. 

Í myndasafninu að ofan má sjá myndir af leikvanginum og hvernig hann átti að líta út. Ekki er ennþá komið í ljós hvernig teikningunni verður breytt eða nýja tillaga mun líta út. 

Vb.is fjallaði um arkitektinn Zaha Hadid og verðlaunateikningu hennar hér í síðasta mánuði. 

Sjá nánar á Gizmodo.com