*

Ferðalög & útivist 11. júlí 2013

Ómissandi græjur fyrir útileguna

Hvort ganga á með allan búnaðinn á bakinu eða tjalda í fallegum dal og fara ekki fet, þá eru græjurnar fyrir útileguna oft lykilatriði.

Í hugum sumra er útilega góð afsökun fyrir þann tækjaóða að hanga inni í bílskúr og prufukeyra alls konar skemmtilegar græjur kvöldið fyrir ferðalagið. Prímusar eru tékkaðir, tjöldum er komið haganlega fyrir í bakpokum og matarpakkar útbúnir.

Eftir vinnu kíkti í Everest og fengum að sjá það helsta sem er ómissandi fyrir útilegu sumarsins:

Brúsar sem brotna ekki: Brúsar úr lexonplasti eru nýir á markaðinum en þeir brotna ekki. Starfsmaður í Everest trúði okkur fyrir því að hann hefði einu sinni keyrt yfir brúsa af þessari gerð og hann eingöngu rispast. Brúsinn er líka góður að því leyti að tappinn er breiður og því frýs illa í brúsanum. Verð: 2.595 krónur.

 

 

 

Pressukönnukaffi: Með þessari græju er hægt að drífa sig upp á hálendið, ganga með allt á bakinu og sötra pressukönnukaffi inn á milli, eins og á fínu kaffihúsi. Þegar búið er að sjóða vatn og laga kaffið er gasdósin og pressugræjan sett ofan í dósina svo sem minnst fari fyrir græjunni. Og síðan er haldið áfram að ganga. Verð: 19.900 kr.

 

 

 

 

Eldavélahella:  Fyrir þau sem vilja steikja eða sjóða mat í útilegunni, næstum eins og þau væru heima í eldhúsi, þá er hægt að taka með eldavélahellu. Gasið fer ofan í helluna á hlið svo hellan stendur ekki ofan á gaskút og fer því vel á borði eða á jörðinni. Verð: 11.900 krónur.

Nánar er fjallað um allt sem tengist útilegunni, þar á meðal hinum ómissandi útilegukassa, í fylgiriti Viðskiptablaðsins, Eftir vinnu, sem kemur út í fyrsta skipti með Viðskiptablaðinu. Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.

Stikkorð: Sumarfrí  • Græjur  • Útilega