*

Menning & listir 24. desember 2013

Ómissandi jólaplötur að mati Rolling Stone

Ella Fitzgerald og Phil Spector verma tvö efstu sætin á lista Rolling Stone yfir ómissandi jólaplötur.

Platan Ella Wishes You a Swinging Christmas er í efsta sæti lista Rolling Stone yfir ómissandi jólaplötur. Á plötunni tekur Ella Fitzgerald fyrir nokkur klassísk jólalög og segir í umsögn Rolling Stone að jafnvel ofspilaðar klisjur öðlist nýtt líf í meðförum hennar.

Í öðru sæti listans er platan A Christmas Gift for You með Phil Spector, sem því miður var gefin út sama dag og John F. Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur. Gleðileg jólaplatan var ekki í takt við tíðarandann í kjölfar morðsins og seldist illa.

Í þriðja sæti er svo The 25th Day of December með The Staple Singers, sem er gospel plata og hefur hún verið nær ófáanleg í áratugi.

Sjá má listann í heild sinni hér.

Stikkorð: Jólalög  • Jólaplötur