*

Matur og vín 9. maí 2016

Ómissandi vín með grillmatnum

Grilltíminn er að renna upp og þá þarf að huga að grillvínunum.

Steingrímur Sigurgeirsso

Grilleldamennskan er öðruvísi en sú hefðbundna, þótt hráefnin séu þau sömu og aðstæður alla jafna óformlegri og léttari en í matarboðum vetrarins. Það er þó engin ástæða til að slaka á kröfunum með vínin. Gott kjöt verður bara betra við grillun og það á skilið vín við hæfi – án þess að við þurfum endilega að fara í rándýru flöskurnar.

Lambakjöt með kryddjurtum

Þegar lyktin af grilluðu lambakjöti leggst yfir borgina veit maður að sumarið er komið. Og lambið er hægt að grilla á svo marga vegu, kótilettur, file, prime og þess vegna heilu lærin hvort sem þau eru úrbeinuð eða ekki. Þeir eru fáir sem taka lömbin í heilu lagi líkt og í Argentínu. Lambið er gott að krydda með suður-evrópskum hætti, fullt af rósmar- ín, óreganó, hvítlauk, ólífuolíu og jafnvel sítrónu áður en það er grillað og það gerir það líka extra vínvænt. Höldum okkur við vín frá Suður-Evrópu, t.d. ítölsk og frönsk. Hér njóta Chianti Classico-vínin sín frábærlega og það er hægt að velja úr frábærum framleiðendum – t.d. Fonterutoli, Isole e Olena, Brolio og Antinori. Stíll suð- ur-frönsku vínanna er allt annar en þau eru líka eins og sniðin að lambi og rósmarín – hvort sem eru vín frá Rhone eða Languedoc. Reynið t.d. Cotes-de-Rhone frá Guigal, VidalFleury eða Delas.

Hamborgarinn

Alvöru hamborgarar – heimatilbúnir auðvitað – eru alvöru matur og með þeim þarf alvöru vín. Hér kemur Cabernet Sauvignon eða Carmenere frá Chile að góðum notum (nema þið tímið að fara í góðan kalifornískan Cabernet) og það má alveg vera gott vín á borð við Montes Alpha Cabernet Sauvignon eða Casa Concha Cabernet. Adobe eða Cono Sur fyrir þá sem hugsa lífrænt.

Nánar er fjallað um málið í Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Vín  • Vínótek