*

Bílar 11. september 2015

Opel Astra sýndur í Frankfurt

Nýr Opel Astra verður eitt aðaltrompið frá þýska framleiðandanum á bílasýningunni í Frankfurt í næstu viku.

Meðal skemmtilegra nýjunga sem Opel mun kynna í nýjum Opel Astra eru nuddsæti, Opel On-Star upplýsingakerfi og ný háþróuð Led framljós. Opel hefur tekist að létta bílinn um 200 kg og er ný Astra rúmmeiri en forverinn þó hún sé 5 cm styttri.

Allar vélarnar sem í boði verða í bílnum eru nýjar, menga lítið og eyða litlu að sögn bílaframleiðandans. Bíllinn verður fáanlegur með vélarstærðum frá 1,0 til 1,6 lítrum sem gefa frá 95 til 200 hestöflum.

Dísilvélin er 1,6 lítra og 136 hestafla með tog upp á 320Nm. Samkvæmt upplýsinum frá Bílabúð Benna verður ný Astra fáanleg hjá umboðinu eftir áramót.