*

Bílar 24. október 2012

Opel Insignia leynir á sér

Opel Insignia leysti Opel Vectra af hólmi fyrir fjórum árum. Bíllinn hefur verið vinsæll á meginlandi Evrópu.

Róbert Róbertsson

Opel Insignia kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2008 og leysti hinn vinsæla Opel Vectra af hólmi. Bíllinn var fyrst sýndur á 2008 British International Motor Show í London undir heitinu Vauxhall Insignia enda Opel seldur undir nafni Vauxhall í Bretlandi. Bíllinn var hins vegar markaðsettur sem Opel Insignia út um alla Evrópu.

Þótt Opel hafi átt undir högg að sækja á Íslandi síðustu ár hafa vinsældir þýska bílaframleiðandans verið all miklar í Evrópu og víðar. Insignia var m.a. valinn Bíll ársins í Evrópu árið 2009. Þetta er stór og vel búinn fjölskyldubíll sem leynir sannarlega á sér.

Insignia er boðinn í ýmsum útfærslum hvað varðar vélar. Hann kemur t.d. með fjórum bensínvélum; 1,6 lítra, 1,8 lítra, 2.0 Turbo og 2,8 lítra V6 vel. Einnig er hann fáanlegur með 3 dísilvélum sem allar eru tveggja lítra. Árið 2009 var 1,6 lítra Turbo bensínvél kynnt til leiks í bílnum sem og ecoFLEX díselvélin og OPC gerðin sem áður var þekkt úr Opel Vectra.

Stikkorð: Opel  • Opel Vectra  • Opel Insigniam  • Opel Insignia