*

Bílar 20. febrúar 2018

Opel og Ssang Yong flytja

Opnunarfögnuður í tilefni af flutningi á sýningarsölum vörumerkjanna í nýtt húsnæði Bílabúðar Benna á Krókhálsi.

Bílabúð Benna bauð til veglegs opnunarfagnaðar um helgina í tilefni af flutningi á sýningarsölum Opel og Ssang Yong í nýtt húsnæði á Krókhálsi 9. Bílabúð Benna hefur upplifað marga stóra áfanga frá stofnun fyrirtækisins árið 1975, að sögn Benedikts Eyjólfssonar, forstjóra.

„Flutningurinn núna á hluta fyrirtækisins, markar tímamót í starfseminni. Við erum að bregðast við aukinni sölu á Opel og SsangYong og höfum nú helmingi meira rými fyrir þá. Tilkoma nýja hússins gerir okkur líka kleift að auka þjónustuna í öðrum deildum fyrirtækisins, sem ekki flytja í Krókhálsinn.“ segir Benedikt.

Sem dæmi um frekari breytingar nefnir hann stækkun á sýningarsal Porsche á Vagnhöfða. „Nú gefst okkur tækifæri til að stækka Porsche salinn og bjóða upp á betri aðstöðu fyrir viðskiptavini sem og rýmri sýningaraðstöðu fyrir bæði nýja og notaða Porsche bíla. Margir spennandi hlutir eru í uppsiglingu frá framleiðendum Porsche, sem við munum kynna nánar á næstunni,“ segir Benedikt.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is