*

Bílar 23. desember 2016

Nóg að gera hjá Opel sendibílum í jólaösinni

Bílabúð Benna er umboðsaðili Opel á Íslandi.

Nú eru jólin á næsta leiti og þá koma sendibílar oftar en ekki við sögu. Til mikils er ætlast af þeim í jólaösinni og því eins gott að þeir séu vandanum vaxnir, hvort heldur sem er í þjónustu við mannfólkið, jólasveinana eða fyrirtækin,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri bílasviðs Bílabúðar Benna sem er umboðsaðili Opel á Íslandi.

Sælgætisgerðin Góa hefur í nógu að snúast allan ársins hring og þá ekki síst fyrir jólin þegar framleiðsla sælgætisgerð- arinnar er á hvers manns vörum. Til að mæta eftirspurn bætti Góa við sendibílaflota sinn nú á dögunum og fyrir valinu urðu atvinnubílar frá Opel.

„Það er óhætt að segja að Opel atvinnubílarnir komi vel út í öllum samanburði og að góður gangur hafi verið í sölu þeirra hjá okkur á árinu. Það á jafnt við sölu til fyrirtækja sem og einyrkja. Við bjóðum Opel Vivaro, Movano og Combo og málið er að þeir henta ekki eingöngu í vöruflutninga og snatt.

Aðilar í ferðamannaiðnaðinum, sem dæmi, eru í auknum mæli að fjárfesta í Opel fyrir sinn rekstur. Og nú fer að styttast í annan endann á þessu ári og því viljum við minna á að það er rekstrarlega hagstætt að ganga frá kaupum fyrir áramótin. Bílabúð Benna á Opel atvinnubíla á lager til afgreiðslu strax,“ segir Björn enn fremur. 

Stikkorð: Bílar  • Bílabúð Benna