*

Hitt og þetta 20. apríl 2005

Opera tekur slaginn við Firefox

Í dag kemur á markað ný útgáfu af norska vafranum Operu, útgáfa 8. Nýtt útlit og nýir möguleikar eiga að skapa Operu sóknarfæri í baráttunni við Firefox um silfrið í keppninni um vinsælustu vafrana. Firefox er sem stendur næst útbreiddasti vafrinn á eftir Internet Explorer en stjórnendur Operu með Íslendinginn Jon S. von Tetzchner í broddi fylkingar telja að með nýju útgáfunni harðni keppnin um annað sætið.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.