*

Menning & listir 2. febrúar 2018

Opið hús á Bessastöðum

Í dag, föstudaginn 2. febrúar, verður forsetasetrið að Bessastöðum opið almenningi sem liður í Vetrarhátíð og Safnanótt 2018.

Auk hinna merku steinhúsa frá 18. öld geta gestir virt fyrir sér sýnishorn gjafa, sem forseta hafa borist og fornleifar sem veita innsýn í búsetu á Bessastöðum frá landnámstíð. Kirkjan verður einnig opin fyrir gesti á sama tíma.

 Þá mun fyrsti forsetabíll lýðveldissögunnar, Packardbifreið Sveins Björnssonar, standa í hlaði Bessastaða en hún er ríflega sjötug, árgerð 1942.

Starfsmenn embættis forseta, fulltrúar kirkjunnar, nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og nemar í fornleifafræði við Háskóla Íslands verða gestum til aðstoðar. 

Gestum býðst að skoða Bessastaðastofu milli klukkan 17:00 og 21:00.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is