*

Hitt og þetta 2. nóvember 2005

Opinberar stofnanir ættu að fá meiri UT-ráðgjöf

Danska viðskiptaráðið telur að opinberar stofnanir ættu að verja miklu meira fé í ráðgjöf í upplýsingatækni en nú er raunin. Að mati forsvarsmanna Dansk Handel & Service ætti kostnaður við slíka ráðgjöf að vera um 20 milljarðar danskra króna á ári en hann er nú um 7-8 milljarðar.

"Stofnanir eins og skólar, sjúkrahús og ráðuneyti ættu að verja að minnsta kosti jafn miklu fé til upplýsingatækniþjónustu og sjálfstæðir atvinnurekendur. Hið opinbera á ekki að una við heimasmíðaðar lausnir sem verða á endanum of dýrar og lausnirnar sjálfar of lélegar," segir Bjarne Jakobsen hjá danska viðskiptaráðuneytinu í samtali við Ritzau fréttastofuna.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.