*

Tölvur & tækni 20. október 2014

Opna Apple Pay í dag

Apple opnar fyrir greiðsluþjónustu sína í Bandaríkjunum dag. Aðeins fáanleg fyrir eigendur Iphone 6 síma frá Apple.

Eigendur Iphone 6, Iphone 6 plus og Apple úrsins í Bandaríkjunum geta frá og með deginum í dag notað síma sína til að greiða fyrir vörur og þjónustu í völdum verslunum. Í dag opnar Apple fyrir Apple Pay, nýja greiðsluþjónustu sem gerir notendum Iphone 6 síma kleyft að greiða fyrir þjónustu í gegnum síma sína án þess að taka upp veskið.

Greiðsluþjónustan virkar þannig að eigandi símans heldur iPhone síma sínum að sérstökum nema á meðan hann styður fingri við fingrafaraskanna á símanum til að kaupa vörur. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Apple um málið er lagt upp úr því að hafa þjónustuna eins örugga og mögulegt er. Þá varðveitir forritið ekki neinar upplýsingar um færslur notenda auk þess sem að kortanúmer notenda eru ekki varðveittar í símanum sjálfum.

Á meðal verslana sem eru opnar fyrir Apple Pay þjónustuna eru McDonalds, Nike, Toys R'Us, Urban Outfitters og margar fleiri.

Stikkorð: Apple  • iPhone 6 Plus  • Apple Watch  • Apple Pay  • Iphone 6