*

Hitt og þetta 6. september 2013

Opna baðstað á eyju Brandos

Nýr baðstaður sem mun heita The Brando opnar á eyju sem var í eigu leikarans góðkunna.

Nýr baðstaður mun opna á eyju leikarans Marlons Brando í júlí á næsta ári. Staðurinn mun heita The Brando í höfuðið á leikaranum góðkunna. 

Marlon Brando keypti eyjuna þegar hann var að leita að heppilegum myndum til að taka upp myndina Mutiny on the Bounty. Þá skoðaði hann fjölda eyja nærri Tahítí. 

Deep Nature, sem er franskt fyrirtæki, sér um að byggja upp The Brando, en staðurinn verður rekinn af Pacific Beachcomber sem á nú þegar nokkur hótel í frönsku Pólýnesíu.

Flestir muna áreiðanlega eftir Marlon Brando úr Godfather kvikmyndunum. Hann lést árið 2004.

Stikkorð: Kvikmyndir  • Marlo Brando