*

Menning & listir 15. mars 2013

Opnun Reykjavík Fashion Festival - Myndir

Reykjavík Fashion Festival (RFF) hófst í gær. Opnunarhófið fór fram á Hótel Borg.

Margir prúðbúnir gestir mættu á opnun Reykjavík Fashion Festival í gærkvöldi í Gyllta salinn á Hótel Borg. 

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setti hátíðina. Hann vakti mikla lukku og hrópað var og kallað húrra þegar hann hafði lokið máli sínu. Hann sagði meðal annars að á Íslandi væri ekkert eitt stórt tísku-íkon eða stór framleiðandi. Þar af leiðandi ættu ungir hönnuðir auðveldara með að koma sér á framfæri og vekja athygli á tískumarkaðnum. 

Fjöldi erlendra og innlendra fjölmiðla ásamt starfandi fólki í tískuiðnaðinum voru viðstaddir setningu hátíðarinnar.  JÖR frá Guðmundi Jörundssyni fatahönnuði fékk útflutningsverðlaun DHL. (Ljósmyndari: Ingimár Flóvent)

 

 

 

 

 

 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is