*

Sport & peningar 2. maí 2014

Oprah Winfrey sögð hafa áhuga á Clippers

Framkvæmdanefnd NBA-deildarinnar ákvað í gær að halda áfram undirbúningi til þess að knýja eiganda LA Clippers til að selja liðið.

Á meðal þeirra sem talin er hafa áhuga á því að kaupa LA Clippers liðið eru sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey, fjölmiðlaeigandinn David Geffen og hnefaleikakappinn Floyd Mayweather.

Framkvæmdanefnd NBA deildarinnar samþykkti í gær að undirbúa atkvæðagreiðslu á meðal þeirra félaga sem mynda NBA deildina til þess að knýja á um að David Sterling, eigandi Clippers, selji liðið. Ástæðan eru ummæli hans í garð þeldökkra, en þau þykja hatursfull.

Skilyrði þess að hægt sé að knýja Sterling til þess að selja liðið er að 75% þeirra sem eiga lið í NBA deildinni styðji tillögu þess efnis í atkvæðagreiðslu. BBC hefur reyndar eftir íþróttalögfræðingum að þótt tillagan verði samþykkt þá geti Sterling leitað réttar síns í dómsölum.