*

Hitt og þetta 15. júlí 2005

Oracle eflir viðskiptalausnir fyrirtækisins með yfirtökum

Oracle hefur tilkynnt um yfirtöku á hugbúnaðarfyrirtækinu ProfitLogic, sem smíðar greiningarbúnað fyrir smásölugeirann (retail forecasting software) og er leiðandi á sínu sviði. Kaupupphæðin er ekki uppgefin. Þetta er nýjasta viðbótin í yfirtökusyrpu Oracle, sem hefur verið á sannkallaðri fleygiferð síðustu misseri við að bæta og styrkja framboð sitt á sviði viðskiptalausna með yfirtökum á fyrirtækjum.

Í þessum yfirtökum hefur áherslan verið annnars vegar á almennar viðskiptalausnir fyrir fjárhag og mannauð og svo nýjustu viðbótina: sérhæfðar heildarlausnir fyrir smásölugeirann (retail).

Í frétt á heimasíðu Skýrr kemur fram að hugbúnaður ProfitLogic gerir smásöluaðilum við að gera nákvæmar sölu- og tekjuspár með því að greina ákveðin mynstur í eftirspurn viðskiptavina. Meðal viðskiptavina ProfitLogic eru verslunarkeðjur á borð við Bloomingdale, JC Penney og Toys R Us.

Einnig var frágengið fyrir skemmstu að Oracle keypti hugbúnaðarfyrirtækið Retek fyrir 700 milljónir dollara. Retek framleiðir sérhæfðar heildarlausnir fyrir flesta stærstu smásöluaðila veraldar. Til dæmis Aldo Group, Best Buy, Gap, Home Depot, Home Shopping Network, Ingram Micro, Lancome, Nordstrom, RadioShack, Sainsbury's, Sears, Selfridges, Tesco, US Mail, Tupperware. WalMart og Walgreens.

Kaupin á ProfitLogic og Retek fylgja í kjölfarið á þremur öðrum yfirtökum Oracle á þessu ári. Þar á meðal eru 11,1 billjóna dollara kaup á PeopleSoft og JD Edwards. Einnig hefur Oracle keypt tvö önnur grunntæknifyrirtæki á tímabilinu.

Byggt á frétt á heimasíðu Skýrr.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is