*

Tölvur & tækni 23. júlí 2012

iPhone 5 er nefndur á Twitter á 11 sekúndna fresti

Þó Apple hafi ekkert sagt um nýjan síma vænta flestir iPhone 5 í haust. Niðurstaða þriðja ársfjórðungs Apple verður kynnt á morgun.

Orðið iPhone 5 er nefnt á ellefu sekúndna fresti á samskiptavefnum Twitter. Töluverð eftirvænting virðist því ríkja eftir þessum nýja síma. Apple hefur ekkert gefið upp nýjan iPhone en þó er talið er að hann verði kynntur til sögunnar í haust. Þetta kemur fram á fréttaveitunni Bloomberg í dag. 

Svo virðist þó sem möguleikir kaupendur haldi að sér höndum sem stendur og bíði nýja símans frekar en að kaupa iPhone 4, sem þegar er á markaði.

Apple mun á morgun kynna rekstrarniðurstöðu þriðja ársfjórðungs. Margir smá dræmari árangri á þessum fjórðungi en lengi hefur verið og telja að þar skipti samdráttur í sölu iPhone 4 máli. Raunin kemur þó ekki í ljós fyrr en á morgun.

Stikkorð: Apple  • iPhone