*

Hitt og þetta 16. október 2013

Oreokökur jafn ávanabindandi og kókaín

Rottur eru sólgnar í Oreokökur og kókaín samkvæmt nýrri rannsókn.

Rannsakendur í Connecticut hafa komist að því að Oreokökur eru jafn ávanabindandi og kókaín, alla vega hjá rottum.

Jamie Honohan, taugasérfræðingur sem stjórnaði rannsókninni, sagði að tilgangurinn með henni væri að athuga fæðu sem væri rík af fitu og sykri og hvaða áhrif hún hefði á heilann.

Til að athuga málið var búið til völundarhús. Við einn endann var rískaka og við annan enda var Oreokaka. Rotturnar sóttu allar í Oreokökuna.

Við svipaðar aðstæður voru rottur sprautaðar með saltvatni við einn endann og kókaíni við annan enda á völundarhúsinu. Allar rotturnar sóttu í að vera „kókaínmegin“ í völundarhúsinu.

Að lokum voru rotturnar, sem höfðu verið skilyrtar með Oreokökunum, settar í eiturlyfjavölundarhúsið og þær sóttu allar í að vera kókaínmegin. Það vakti þó meiri athygli að Oreokökurnar höfðu meiri áhrif á taugastarfsemina í heila rottanna en kókaín eða morfín.

Niðurstaðan: Ruslfæða er ávanabindandi og eiturlyfjavölundarhús fullt af rottum er að öllum líkindum skelfilegur staður.

Sjá nánar hér

Stikkorð: Örvænting  • Oreokökur  • Rottur